Tungumálaskólinn
Ásgarður skólaþjónusta hefur undanfarin misseri rekið Tungumálaskólann þar sem boðið er upp á nám í sænsku og norsku fyrir nemendur á grunnskólastigi sem eru undanþegnir dönsku.
Öll kennsla er yfir netið og er kennt einu sinni í viku í klukkutíma. Kennslan er tengd markmiðum aðalnámskrár um hæfni í erlendum tungumálum og öðrum faggreinum, markmiðum sem birtast í Evrópska tungumálarammanum og eru verkefnin byggð á grunnþáttum menntunar.
Valgreinaskólinn
Valgreinaskólinn var opnaður til að jafna möguleika unglinga á að fá að sinna valgrein sem byggir á þeirra áhugamáli. Í Valgreinaskólanum er boðið upp á valgreinar sem nemendur í Skóla í skýjunum hafa valið fyrir sig, en þar sem kennslan er alfarið á netinu, er öðrum nemendum boðið að taka þátt með þeim. Óski skólar eftir öðrum faggreinum er hægt að skoða að verða við því. Lágmarksfjöldi í hverja grein eru 12 nemendur.
Ásgarðsskóli
Ásgarðsskóli er grunnskóli fyrir nemendur á unglingastigi, skólastarf í skólanum fer fram alfarið á netinu. Í Ásgarði eru öll jöfn og nemendur ekki aðgreindir vegna aldurs, kyns, uppruna eða með nokkrum öðrum hætti. Námið er sniðið að þörfum hvers og eins en námsvísir skólans vísar veginn. Nemendur vinna í teymum eða sjálfstætt en er ekki er skipt í bekki.