Valgreinaskólinn
Um skólann
Það getur verið erfitt fyrir skóla að koma til móts við óskir nemenda um valgreinar, sérstaklega í minni skólum. Valgreinaskólinn var opnaður til að jafna möguleika unglinga á að fá að sinna valgrein sem byggir á þeirra áhugamáli. Í Valgreinaskólanum er boðið upp á valgreinar sem nemendur í Skóla í skýjunum hafa valið fyrir sig, en þar sem kennslan er alfarið á netinu, er öðrum nemendum boðið að taka þátt með þeim. Óski skólar eftir öðrum faggreinum er hægt að skoða að verða við því. Lágmarksfjöldi í hverja grein eru 12 nemendur.
Valfög sem verða í boði veturinn 2024-2025 eru: D&D, skák, spænska, þýska, heimilisfræði, stjörnufræði, bifvélavirkjun, hekla og prjóna, myndlist og áhugasviðsval, þar sem nemendur læra eitthvað að eigin ósk. Einnig verður boðið upp á valfagið Mín skoðun skiptir máli, sem gefur nemendum færi á að ræða um samfélagsmál í stýrðu ferli og efla tjáningarhæfni sína.
Kennt er á fimmtudögum frá klukkan 13-14.
Allar upplýsingar um nám og námsframboð veitir Anna María Þorkelsdóttir (annamaria@ais.is).
