LÆRVEST - Fær styrk frá Sprotasjóði
noreply • 19. maí 2021
LÆR-VEST - Faglegt lærdómsamfélag skólastjórnenda, kennara og nemenda um leiðbeinandi nám í Patreksskóla, Tálknafjarðarskóla, Reykhólaskóla, Grunnskólanum á Hólmavík, Bíldudalsskóla og Grunnskólanum í Bolungarvík en verkefnið hlaut einn af stærstu styrkjum ársins við úthlutun Sprotasjóðs menntamálaráðuneytisins á dögunum.
LÆR-VEST
er
faglegt lærdómsamfélag
skólastjórnenda, kennara og nemenda um leiðbeinandi nám í sex grunnskólum á Vestfjörðum þar sem kennarar og nemendur vinna saman að því að tengja nám betur áhugasviði nemenda, auka eignarhald þeirra og færa námið nær leiðbeinandi kennsluháttum sem standast gæðaviðmið skólanna um nám og kennslu. Allir þátttökuskólarnir hafa sett sér gæðaviðmið um nám og kennslu sem til einföldunar kristallast í skilgreiningunni um “Leiðbeinandi kennsluhætti” sem er eftirfarandi, samkvæmt skilgreiningu matsmannanna Birnu Sigurjónsdóttur, Bjarkar Ólafsdóttur og Þóru Bjarkar Jónsdóttur (Gátlisti fyrir matsmenn fyrir ytra mat í grunnskólum, 2011).
Leiðbeinandi kennslustund; Kennarinn stýrir framvindu kennslustunda en leggur áherslu á krefjandi spurningar og lausnaleit sem reynir á rökhugsun nemenda Áhersla er á námsferlið sem leið til náms frekar en námsefnið einvörðungu. Nemandinn er í forgrunni og hann er virkur í að athuga, rannsaka og draga ályktanir. Áhugi nemenda og forvitni er driffjöður námsathafna. Kennarinn skapar námsaðstæður og tækifæri nemenda til þátttöku, hann sér um að bjargir séu til staðar og veitir endurgjöf meðan á námi stendur.
Verkefnið gengur út á að koma auga á verkefni innan skólanna sem hópurinn er sammála um að falli að gæðaviðmiðum skólanna og skilgreiningunni um leiðbeinandi kennslustund eða sé mikilvægur liður í þeirri þróun að fjölga leiðbeinandi kennslustundum. Á reglulegum samstarfsfundum munu kennarar og nemendur koma fram og kynna fyrir hvort öðru í LÆR-VEST hvernig verkefnið fór fram og hvernig gekk. Kennarar munu síðan hittast og deila kennsluáætlunum, reynslu og göngum til þess að þeir geti nýtt verkefni annarra í sínum skólum. Á sameiginlegri heimasíðu LÆR-VEST verður gögnunum og kynningunum safnað saman fyrir aðra að nýta sér.
Fyrsti fundur skólastjórnenda var haldinn í gær á skjánum en skólastjórnendur lögðu drög að starfsáætlun skólastjórnenda fyrir veturinn. Í næstu viku verður fyrsti fundur kennaranna. Við erum spennt og stolt að fá það mikilvæga hlutverk að draga þræðina saman og sjá til þess að áætlanir verði að veruleika.
Á myndinni eru Ásdís Snót skólastjóri Patreksskóla, Birna Hannesdóttir skólastjóri Tálknafjarðarskóla, Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur, Anna Björg Ingadóttir skólastjóri Reykhólaskóla, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri Grunnskóla Hólmavíkur og í horninu er Kristrún Lind Birgisdóttir ráðgjafi.
Kristrún Lind Birgisdóttir ráðgjafi
Leiðbeinandi kennslustund; Kennarinn stýrir framvindu kennslustunda en leggur áherslu á krefjandi spurningar og lausnaleit sem reynir á rökhugsun nemenda Áhersla er á námsferlið sem leið til náms frekar en námsefnið einvörðungu. Nemandinn er í forgrunni og hann er virkur í að athuga, rannsaka og draga ályktanir. Áhugi nemenda og forvitni er driffjöður námsathafna. Kennarinn skapar námsaðstæður og tækifæri nemenda til þátttöku, hann sér um að bjargir séu til staðar og veitir endurgjöf meðan á námi stendur.
Verkefnið gengur út á að koma auga á verkefni innan skólanna sem hópurinn er sammála um að falli að gæðaviðmiðum skólanna og skilgreiningunni um leiðbeinandi kennslustund eða sé mikilvægur liður í þeirri þróun að fjölga leiðbeinandi kennslustundum. Á reglulegum samstarfsfundum munu kennarar og nemendur koma fram og kynna fyrir hvort öðru í LÆR-VEST hvernig verkefnið fór fram og hvernig gekk. Kennarar munu síðan hittast og deila kennsluáætlunum, reynslu og göngum til þess að þeir geti nýtt verkefni annarra í sínum skólum. Á sameiginlegri heimasíðu LÆR-VEST verður gögnunum og kynningunum safnað saman fyrir aðra að nýta sér.
Fyrsti fundur skólastjórnenda var haldinn í gær á skjánum en skólastjórnendur lögðu drög að starfsáætlun skólastjórnenda fyrir veturinn. Í næstu viku verður fyrsti fundur kennaranna. Við erum spennt og stolt að fá það mikilvæga hlutverk að draga þræðina saman og sjá til þess að áætlanir verði að veruleika.
Á myndinni eru Ásdís Snót skólastjóri Patreksskóla, Birna Hannesdóttir skólastjóri Tálknafjarðarskóla, Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur, Anna Björg Ingadóttir skólastjóri Reykhólaskóla, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri Grunnskóla Hólmavíkur og í horninu er Kristrún Lind Birgisdóttir ráðgjafi.
Kristrún Lind Birgisdóttir ráðgjafi

Í nýjasta hlaðvarpi Ásgarðs ræða Kristrún Lind og Anna María Þorkelsdóttir mikilvægi kennsluáætlana í grunnskólum og þá staðreynd að þær vantar víða. Ný rannsókn Ásgarðs leiddi í ljós að einungis 16% grunnskóla landsins voru með virkar kennsluáætlanir í gildi fyrir haustið 2025 þegar málið var skoðað þann dagana 10.-14. október. Á þeim tímapunkti er um það bil 20% af skólaárinu þegar liðinn. Það er alvarlegt þegar litið er til þess að slíkar áætlanir eru bæði lögbundnar og grundvöllur góðs skólastarfs (1). Kennsluáætlanir eru lykilatriði í gæðastarfi skóla – þær tryggja samfellu í námi, gera nemendum kleift að skilja tilganginn með náminu og gera foreldrum kleift að fylgjast með og styðja börnin sín. Þegar áætlanir eru aðgengilegar á heimasíðu skólans fá bæði foreldrar og yfirvöld innsýn í áherslur í námi, kennslu og ekki síður námsmati (2). Í umræðunni kemur fram að skólum vanti oft leiðbeiningar og stuðning við gerð kennsluáætlana og hvernig má bæta stuðninginn. Einnig kemur fram að í mörgum tilvikum eru kennsluáætlanir geymdar lokaðar inni í kerfum eins og Mentor – sem torveldar gæðastarfi og hindrar samfellu milli árganga. Ásgarður hefur unnið með fjölmörgum skólum að því að þróa sex vikna kennsluáætlanir. Þær tryggja að kennslan sé markviss, heildstæð og í sífelldri endurskoðun. Með sex vikna lotum er auðveldara að meta árangur, færa áherslur og viðhalda gæðum námsins. Eitt helsta vandamál íslenskra grunnskóla er skortur á kerfisbundnum stuðningi við áætlanagerð kennara og styrkri faglegri forystu innan skólanna. Fjárfesta þarf í stuðningi við starfsfólk til að efla gæði skólanna og gagnsæi á starfseminni. Nýr kennari sem kemur inn í skóla ætti að geta gengið að sameiginlegum gögnum og kennsluáætlunum – ekki þurfa að byrja frá grunni. Þessi samfella er lykillinn að fagmennsku, gæðum og vellíðan nemenda og kennara3. Það er auðvitað ekki ásættanlegt að 84% grunnskóla skorti virkar kennsluáætlanir. Góðar áætlanir eru ekki formsatriði – þær eru grunnur að farsæld barna, faglegu skólastarfi og traustu samstarfi heimila og skóla4. Hægt er að hlusta á hlaðvarpið hér í fullri lengd. Kristrún Lind Birgisdóttir Eigandi og ráðgjafi í Ásgarði Heimildir Lög um grunnskóla nr. 91/2008, 29. gr. og 31. gr. Um skólanámskrár og starfsáætlanir grunnskóla. Sótt af: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008091.html ↩ Aðalnámskrá grunnskóla – almennur hluti. (2011). Kafli 12: Skólanámskrá og starfsáætlun skóla, bls. 46–48. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Sótt af: https://www.stjornarradid.is (afrit í eigu notanda) ↩ Reglugerð nr. 1355/2022 um hæfniramma kennara og skólastjórnenda, sérstaklega kafli 5–7 um uppeldis- og kennslufræði, skipulag kennslu og faglegt samstarf. Sótt af: https://island.is/reglugerdir/nr/1355-2022 ↩ Aðalnámskrá grunnskóla – almennur hluti (2011), kafli 1.3 og 7.5. Þar er lögð áhersla á fagmennsku kennara, mikilvægi skólabrags og upplýsingagjöf til foreldra. ↩

Haustið er búið að vera líflegt og hefur einkennst af því að hjálpa skólum við að koma skipulagi á framsetningu og skipulagi á námi og kennslu. Námsvísar hafa í gegnum tíðina orðið að lykilverkfæri í því ferli. Skipulagsvinnan hefst ekki þegar nemendur mæta í skólann að hausti heldur strax að vori, áður en sumarfrí tekur við. Þá koma kennarar og stjórnendur saman til að setja upp grófa áætlun fyrir allt skólaárið. Þetta þýðir að þegar starfsfólk mætir aftur í ágúst er heildarskipulagið tilbúið og hægt er að einbeita sér að því að fínpússa fyrstu tímabilin. Slík nálgun tryggir að nemendur fari í gegnum öll þau viðfangsefni sem áætlað er að vinna með og að ekkert gleymist, óháð því hvernig skólaárið þróast. Skólaárinu er skipt niður í sex tímabil, hvert um sex vikur og á hverju tímabili er einn grunnþáttur menntunar hafður að leiðarljósi. Kennarar hengja kennsluáætlanir sínar á námsvísi (ársskipulag), sem tryggir bæði samræmi og gagnsæi. Þessi skipting í styttri lotur hefur reynst afar árangursrík. Hún hjálpar nemendum að sjá skýrari ramma utan um námið sitt og gefur kennurum betri yfirsýn yfir hæfniviðmið, námsmarkmið og matsviðmið. Þannig verður leiðsagnarmat skilvirkara og markmið námsins yfirstíganlegra. Á fundi sem haldinn var á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu á dögunum um skipulag náms, kennslu og mats í hæfnimiðuðu skólastarfi var þessi nálgun sérstaklega kynnt. Þar var mælst til þess að skólar skipuleggi nám og kennslu í 6–8 vikna tímabilum til að auðvelda yfirsýn, gera viðmiðin skýrari og stuðla að skilvirkara námi. Með þessum hætti verður námið markvissara, nemendur taka virkan þátt í eigin framvindu og kennarar hafa betra aðhald í sínum undirbúningi. Sumir skólar eru nýbúnir að taka upp þessa skipulagningu, en aðrir hafa unnið með hana árum saman. Reynsluboltarnir hafa þróað skýrar aðferðir til að nýta skipulagið, en það sem sameinar alla er sú sannfæring að ársskipulagið sé orðið að lykilatriði í gæðastarfi. Dæmi um skóla sem hafa tekið upp skýrt ársfyrirkomulag eru: Auðarskóli Ásgarðsskóli Bíldudalsskóli Eldhamrar Giljaskóli Grunnskóli Bolungarvíkur Grunnskóli Fjallabyggðar Grunnskóli Grundarfjarðar Grunnskóli Hólmavíkur Grunnskóli Húnaþings vestra Grunnskóli Önundarfjarðar Grunnskólinn á Suðureyri Grunnskólinn á Þingeyri Grunnskólinn í Stykkishólmi Höfðaskóli Lækjarbrekka Leikskóli Dalabyggðar Patreksskóli Araklettur Reykhólaskóli Sólvellir Tálknafjarðarskóli Fleiri skólar hafa auk þess tekið upp svokallaða þriggja ára rúllu. Það þýðir að þeir skipuleggja kennsluna með langtímasýn, þar sem áherslur hvers árs eru skýrar og tryggt er að öll markmið aðalnámskrár grunnskóla séu uppfyllt. Þannig missir enginn skóli sjónar á heildarmyndinni og nemendur fá samfellu í náminu sem nær yfir lengri tíma. Ávinningurinn fyrir nemendur er augljós. Þeir fá skýrari mynd af því sem þeir eru að vinna að í hverju tímabili, fá reglulega og markvissa endurgjöf frá kennurum sínum og upplifa að námsefnið er sett fram í viðráðanlegum einingum. Fyrir foreldra skapar þetta aukið traust, því ársskipulagið tryggir að börnin þeirra fái fjölbreytt og vel uppbyggt nám. Fyrir kennara veitir þetta aðhald og hagræðingu, og fyrir skólasamfélagið í heild felur það í sér meiri festu og fagmennsku. Með þessum vinnubrögðum verður skólinn ekki bara staður þar sem börn læra, heldur samfélag sem byggir á skýrum markmiðum, traustu skipulagi og góðu samstarfi allra aðila.

Undanfarin ár höfum við hjá Ásgarði - skólaráðgjöf boðið skólum, sveitarfélögum og foreldrum upp á lausn sem við köllum Nám alls staðar. Í þessu úrræði vinnum við oftast með skólum nemenda sem geta ekki mætt í skóla vegna ýmissa ástæðna. Oftast er það vegna ferðalaga fjölskyldunnar yfir lengri tíma en það hefur líka verið notað vegna langtímaveikinda. Í þannig tilfellum er úrræðið eingöngu í boði óski sveitarfélag eða skóli eftir aðstoðinni. Það er komin góð reynsla á námið, sem er alls ekki fyrir alla en skilar góðum árangri fyrir þá sem það hentar. Fjölskyldurnar fá leiðsögn og er námið hannað í kringum áhugasvið og styrkleika barnsins og alltaf út frá hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Börn sem hafa farið í gegnum þetta úrræði hafa flest verið á mið- og unglingastigi. Hugmyndafræðin á bak við þetta er að nám geti átt sér stað alls staðar. Göngutúr fyrir barn sem þarf hreyfingu getur orðið uppspretta stærðfræðináms. Að telja glugga í háhýsi, leggja saman, margfalda og deila, er nám. Að skoða fuglana og gróðurinn í umhverfinu, segja frá því sem fyrir augum ber og jafnvel rannsaka eftir að heim er komið, er nám. Ferð á El Prado safnið í Madrid getur verið nám. Það er hægt að segja frá því sem maður sér, teikna, skrifa um það, læra um listamenn og listastefnur. Ein svona ferð getur verið mikið nám ef farið er af stað með ákveðin markmið í huga. Fyrir suma er lítið spennandi að fara erlendis með fullt af eyðufyllingar- bókum til að skrifa inn og það er líka spurning um gagnsemi. Er markmiðið að læra eitthvað af efninu eða fylla bara út í bókina til að hægt sé að segja að hafi nám átt sér stað? Hvernig er árangurinn mældur? Einn af okkar fyrrum flottu nemendum finnst yfirleitt leiðinlegt að skrifa, en þegar hann sér þörfina fyrir það, þá gerir hann. Hann var ekki spenntur fyrir námsbókunum sem hann fékk í skólanum hérna heima og sem hann fór með erlendis. Aftur á móti þá fann hann þörf á að gera glærur og halda kynningu um fótbolta í verkefni sem hann hafði aðgang að í námsumsjónarkerfinu okkar, enda mikill áhugamaður um þá íþrótt og hefur meira að segja hitt Messi - hans helst átrúnaðargoð. Hann ákvað svo þegar hann var 12 ára að hann vildi verða kokkur (hann er reyndar búinn að skipta um skoðun núna) og hann skrifaði kokkabók upp á 42 bls. Bókin er skrifuð til að vekja athygli á Duchenne sjúkdóminum, sem höfundurinn lifir með. Bókin verður gefin út, en hægt er að kaupa hana, styðja málefnið eða bara fá upplýsingar um hana með því að senda póst á lukkasvans@gmail.com. Eftir að hafa skrifað bókin, fór höfundurinn í skóla í landinu sem hann dvelur í. Þar var hann að læra að setja á stofn fyrirtæki og að gera viðskiptamódel. Bókin hans varð grunnurinn af fyrirtækinu en þurfti að vera á ensku. Hann vippaði henni því yfir á það tungumál. Þetta litla ritunarverkefni er því orðið að haug af allskonar þekkingu og leikni um leið og tengingar við hæfniviðmið og önnur markmið menntayfirvalda eru orðnar margar. Það sem meira er, ritunarverkefnið er orðið að einhverju áþreifanlegu og raunverulegu sem var ekki bara skrifað til að skila skólaverkefni, heldur til að setja mark sitt á umhverfið. Inni á Askinum - námsumsjónarkerfi Ásgarðs fá fjölskyldurnar aðgang að verkefnum sem hjálpa þeim að efla hæfni í því sem þau vilja ná að efla. Nemandi sem gerði fuglaþemað þar, fékk gríðarlegan áhuga á fuglum í framhaldinu en þemað snýst um margt annað eins og ritun, og hugtakaskilning. Verkefnið snertir á hæfniviðmiðum fyrir náttúrugreinar, íslensku, stærðfræði, list- og verkgreinar, lykilhæfni, ensku og upplýsinga- og tæknimennt. Flest þemun í Askinum eru samþætt við margar faggreinar því að nám á sér sjaldnast stað í sílói einnar faggreinar. Þegar við náum að kveikja innri áhugahvöt nemenda eins og oft hefur gerst í Námi alls staðar, þá gerast stórkostlegir hlutir. Nemendur sýna metnað til að gera verkefnin vel, því að þau læra að nýta styrkleika sína og áhugasvið til að uppfylla markmið aðalnámskrár. Þau halda utan um stjórnina á eigin námi með forráðamönnum en námið er hannað út frá því sem þau vilja læra og því sem þau þurfa að efla. Eldri nemendur skipuleggja námið sitt sjálfir og halda utan um það í verk- og tímaáætlunum sem ráðgjafi Ásgarðs hefur aðgang að. Ráðgjafinn sem sér um þetta úrræði, hefur alltaf yfirsýn yfir hvað er gert og hvað er metið. Að minnsta kosti tvisvar á önn eru fundir þar sem farið er yfir stöðuna, endurmetið það sem þarf að gera og kennslufræðileg aðstoð veitt. Við lok tímans í Námi alls staðar er námsárangur prentaður út úr kerfinu og skýrsla send á heimaskóla barnanna og/eða sveitarfélag sem skráir nemendur í úrræðið. Nám alls staðar er ekki skóli og aðeins tímabundin lausn. Þetta er úrræði sem hefur sýnt að nám er ekki bundið við byggingar, bækur eða tölvur. Nám gerist þegar áhugi og markmið mætast og þegar fjölskylda og kennari vinna saman að því að styðja við nemandann. Í Askinum er fjöldi verkefna sem hægt er að velja úr og það er alltaf hægt að bæta við öðrum verkefnum sem vekja áhuga nemandanna. Þannig verður námið klæðskerasniðið að hverjum og einum. Þegar það er gert verður námið ævintýri líkast.