Um skólann
Tungumálaskólinn var stofnaður haustið 2022 til að koma til móts við sveitarfélög sem vilja bjóða nemendum á grunnskólaaldri upp á nám í norsku og sænsku.
Skólaárið 2023 - 2024 stunduðu 35 nemendur nám við skólann víðsvegar af landinu.
Námið í skólanum fer alfarið fram á netinu og er ein klukkustund á viku með kennara. Auk þess er gert ráð fyrir að nemendur vinni sjálfstætt þar fyrir utan heima eða í sínum heimaskóla þegar aðrir nemendur eru í dönsku.
Skólastjóri er Anna María Þorkelsdóttir annamaria@ais.is
