Námsgagnatorg og Askurinn

Námsgagnatorgið

Námsgagnatorgið okkar er safn kennsluáætlana sem kennarar geta nýtt sér. Safnið er opið, það þarf aðeins að biðja um aðgang. Við biðjum ykkur öll að svara fjórum laufléttum spurningum áður en óskað er eftir aðgangi. Svörin munu sýna okkur hversu margir nýta sér Námsgagnatorgið og hvort skynsamlegt sé að fjárfesta í að uppfæra hæfniviðmiðin og almennt gefa í eða ekki! Ef svarið berst ekki strax má senda tölvupóst á annamaria@ais.is eða sms á 7685543 til að flýta fyrir.

(Við áskiljum okkur rétt til að senda ykkur sem fáið aðgang upplýsingar um nýtt efni og fl.)

Óska eftir aðgangi

Askurinn

Askurinn er námsumsjónarkerfi með sérstöku námsgagnatorgi þar sem búið er að tengja kennsluáætlanir og leiðbeiningar til nemenda við kerfið. Á námsgagnatorginu eru rúmlega 2000 verkefni tilbúin til notkunar. Öll verkefnin eru tengd við hæfniviðmið, viðmið um árangur, matsviðmið eða aðra matskvarða.

Í Askinum er haldið utan um framfarir nemenda og hvernig verkefni nemenda uppfylla hæfniviðmið- og matsviðmið skólans.

Askurinn styttir undirbúningstíma kennara verulega og minnkar álag og óvissu. Hægt er að þýða fyrirmæli til nemenda yfir á ríflega 100 tungumál.

Askurinn